Songtexte.com Drucklogo

Konuþjófurinn Songtext
von Trúbrot

Konuþjófurinn Songtext

Einhvers staðar lengst vestur á Vestfjörðum,
Dál′ítið fyrir vestan Patreksfjörð,
Bjó einn bóndi, sem hét Sigurjón,
Og tvítugt stelpuflón,
Sem var fagurt í sjón.

Gamli karlinn kvenmanninum giftur var,
Krakkagrísling áttu þau og jörð,
Traktor, kýr og hund og trillubát,
Aldrei varð afíalát,
Og fólkið saltfisk át.

Ah - svo réð hann til sín vinnumannsblók,
Hah - sem stelpuflónið frá honum tók.

Karlinn fór þá sveit úr sveit með krakkann sinn,
Keypti gamlan jeppa' og byssuhólk;
Fór að leita′ um allt að konunni
Og lifði' í voninni um það að ná'enni.


Ók hann suð′rí Búðardal og Akranes;
þar hann loksins konuþjófinn fann.
Sagði: "Þú átt hjá mér vikukaup.
Viltu ekki whiskystaup?"
Hann tók upp pela′ og saup.

Ah - svo settust þeir inn í jeppann við skál.
Hah - og brátt varð báðum léttar um mál.

Undir morgun sátu þeir og supu mjög,
Frá því öllu segja ég ei kann,
Nema bóndinn drakk sig viti frá,
það var ei sjón að sjá,
Hvað seinna gerðist þá.

Vinnukarlinn stal þá líka jeppanum,
Ungfrúin og barnið fylgdu með.
Bóndinn hefur drukkið upp frá því,
það er heilt svínarí,
Hvað oft hann dettur það í.

Ah - da dadada - da - darara dæ...

Songtext kommentieren

Log dich ein um einen Eintrag zu schreiben.
Schreibe den ersten Kommentar!

Beliebte Songtexte
von Trúbrot

Quiz
Whitney Houston sang „I Will Always Love ...“?

Fans

»Konuþjófurinn« gefällt bisher niemandem.