Netfanginn (Ég segi það satt) Songtext
von Sálin Hans Jóns Míns
Netfanginn (Ég segi það satt) Songtext
Ég hitti hana í húmi nætur
Hún var víst nýkomin á fætur
Og var að hita te í Tokyo, ég segi það satt
Hún sagði mér frá sínum högum
Og sínum eftirlætislögum
Hún fílar Elvis alveg eins og ég, ég segi það satt
Mér fannst ég næstum geta snert hana um stund
Á skjánum eftir þennan okkar fyrsta fund
Það kom svo upp úr krafsi að hvorugt okkar er
Í sambúð þessa stundina
Sem betur fer
Og á skólabókar-ensku
Sagði hún mér frá sínum vonum og þrám
Mér finnst við vera snýtt úr sömu nös
Ég segi það satt
Við skiptumst á fermingarmyndum
Svo sagði hver frá sínum syndum
O, hvað við erum lygilega lík
Ég segi það satt
Og síðan undir morgun slógum við þau inn
Í sæluvímu bæði í einu bónorðin
Við ofum ævintýralegan örlaganna vef
Og sendum til heimsbyggðarinnar svohljóðandi bréf
Á skólabókar-ensku
"Við erum ástfangin upp fyrir haus
Einar og Hírómíko Tanaka"
Ég segi það satt
Ég segi það satt!
Hún var víst nýkomin á fætur
Og var að hita te í Tokyo, ég segi það satt
Hún sagði mér frá sínum högum
Og sínum eftirlætislögum
Hún fílar Elvis alveg eins og ég, ég segi það satt
Mér fannst ég næstum geta snert hana um stund
Á skjánum eftir þennan okkar fyrsta fund
Það kom svo upp úr krafsi að hvorugt okkar er
Í sambúð þessa stundina
Sem betur fer
Og á skólabókar-ensku
Sagði hún mér frá sínum vonum og þrám
Mér finnst við vera snýtt úr sömu nös
Ég segi það satt
Við skiptumst á fermingarmyndum
Svo sagði hver frá sínum syndum
O, hvað við erum lygilega lík
Ég segi það satt
Og síðan undir morgun slógum við þau inn
Í sæluvímu bæði í einu bónorðin
Við ofum ævintýralegan örlaganna vef
Og sendum til heimsbyggðarinnar svohljóðandi bréf
Á skólabókar-ensku
"Við erum ástfangin upp fyrir haus
Einar og Hírómíko Tanaka"
Ég segi það satt
Ég segi það satt!
Writer(s): Gudmundur Jonsson, Stefan Hilmarsson Lyrics powered by www.musixmatch.com