Songtexte.com Drucklogo

Garún Songtext
von Mannakorn

Garún Songtext

Hratt er riðið heim um hjarn
Torfbærinn í tunglsljósinu klúkir
Draugalegur, dökkklæddur
Myrkárdjákni á hesti sínum húkir

Tunglið hægt um himin líður
Dauður maður hesti ríður
Garún
Garún

Höggin falla á dyrnar senn
Kominn er ég til þín enn, ó Garún
Öll mín ást í lífinu sem ég elskaði og tilbað alltaf var hún


Komdu með mér út að ríða
Lengi hef ég þurft að bíða
Garún
Garún

Tvímennt er úr hlaðinu
Út að hálfu vaðinu, smeyk er hún
Djákninn ríður ástarsjúkur
Holar tóftir, berar kjúkur, Garún

Tunglið hægt um himinn líður
Dauður maður hesti ríður
Garún
Garún

Songtext kommentieren

Log dich ein um einen Eintrag zu schreiben.
Schreibe den ersten Kommentar!

Beliebte Songtexte
von Mannakorn

Quiz
Cro nimmt es meistens ...?

Fans

»Garún« gefällt bisher niemandem.