Songtexte.com Drucklogo

Er Það Satt Sem Þeir Segja Um Landann Songtext
von HLH Flokkurinn

Er Það Satt Sem Þeir Segja Um Landann Songtext

(Er það satt sem þeir segja um landann)

Ég veit það ekki
Ég ætla að einmitt að
Fara að spyrja að þessu sama

Er það satt sem þeir segja um landann
Er hann bregður sér utan í frí
Að hann hangi mest á börum
Á meðan sólin skín
Og að hann sé ei neitt á förum
Fyrr en búið er allt vín

Er það satt að hann losni′ ei við vandann
Er hann heimleiðis heldur á ný
Tæmir hann úr flöskunni
Í flugvélinni
Segð' mér, er eitthvað til í því?


Er það satt sem þeir segja um landann
Er hann þvælist um borg og bý
Og næstum því hinn hverja helgi
Til að skvetta úr klaufunum
Að hann ölið í sig svelgi
Uns hann er á skallanum

Er það satt að hann geri′ allan fjandann
Til að komast á fyllerí
Ef ei býðst neitt kvennafar
Fer hann á næsta bar
Segð' mér, er eitthvað til í því?

Já, er það satt að hann losni' ei við vandann
Er heimleiðis heldur á ný
Laumast hann í flöskuna
Í stresstöskuna
Segð′ mér, er eitthvað til í því?

Er hann alltaf á
Eyrunum
Í öllum samkvæmum?
Eða er ekkert til í því?

Songtext kommentieren

Log dich ein um einen Eintrag zu schreiben.
Schreibe den ersten Kommentar!

Beliebte Songtexte
von HLH Flokkurinn

Quiz
Wer will in seinem Song aufgeweckt werden?

Fans

»Er Það Satt Sem Þeir Segja Um Landann« gefällt bisher niemandem.