Songtexte.com Drucklogo

Verður að sleppa Songtext
von Bubbi Morthens

Verður að sleppa Songtext

Þú deyrð á hverjum degi, sérð nafnið þitt þurrkað út.
Það eina sem varð eftir af þér var fingrafar sem slapp við klút.
Þú glímir við drauga hvern einasta dag, hverja dimma nótt
þú verst með bókinni góðu, úr hverju horni er að þér er sótt.
Inn í þér brennur ofsafenginn eldur, þig langar að skaða þann
sem hvílir sæl við hlið hennar, óttinn í þér óx og brann.

Þú verður að sleppa, sleppa engin önnur leið út
ef þú elska hana þetta mikið.
Þú verður að sleppa, sleppa engin önnur leið út
ef þú elska hana þetta mikið.

Þú deyrð á hverjum degi, ert orðinn aðeins fjarlæg minning nú.
Það er blóðbragð í kjafti þér, hver ertu og hvert stefnir þú.
Allt þitt er horfið, þér tengist ekki neitt.
Eina stund er þér hrollkalt, hina brennandi heitt.
Póstkassinn afneitar þér, dyrabjallan er ekki þín
í augum hennar er eitthvað sem þú þekkir ekki
eitthvað sem ljómar og skín.

Þú verður að sleppa...


Það geisar stormur í höfði þínu sem hrekur orðin þín burt
þig langaði svo heitt að spyrja, en þú lést það liggja kyrrt
reiði, reiði, hatur, hatur, grimmd víkið mér frá
ég verð að komast út í ljósið, út í ljósið ég verð að ná.
Það geisar stríð og gömlum vinum er still upp við múr.
Þú heldur kjafti, þú segir ekkert, ertu honum eða mér trúr.

Þú verður að sleppa...

Það sem var er löngu liðið, köld það segir hún.
Þú hörfar hægt þar til hælar þínir standa fram á blábrún.
Ást þín logar ennþá, yljar engum brennir aðeins sárt
þú veist, þú veist, þú verður að sleppa er það ekki orðið löngu klárt
þú veist hún læsir öllum dyrum, hleypir þér ekki inn
felur orðin, felur sárin, engin tár á kinn.

Þú verður að sleppa...

Þú veist það sjálfur, þú varst veikur, þú sást ekkert þá.
Myrkrið fyllti huga þinn og át þig innan frá.
Bara, bara, ef, ef það dugar ekki til.
Nú ertu aðeins fölur skuggi á bak við hennar þil.
Þó ást þín lifir er vonin engin, hún horfir í aðra átt.
Ástin getur kalið hjörtu og þitt er að verða grátt.

Þú verður að sleppa...

Reiði, reiði, hatur, hatur, grimmd víkið mér frá
ég verð að komast út í ljósið, út í ljósið ég verð að ná
guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt
kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til þess að greina þar á milli.

Songtext kommentieren

Log dich ein um einen Eintrag zu schreiben.
Schreibe den ersten Kommentar!

Quiz
Welcher Song kommt von Passenger?

Fans

»Verður að sleppa« gefällt bisher niemandem.