Syndir feðranna Songtext
von Bubbi Morthens
Syndir feðranna Songtext
Er síminn hringdi þá svaf borgin.
Ég sat sem lamaður við þá frétt.
Ég fylltist reiði - síðan kom sorgin
Sumar fréttir hljóma aldrei rétt.
Ég var orðinn edrú þegar hann fæddist
Aldrei gleymi ég þeirri stund.
Sú tíð var liðin er ég drukkinn læddist
Um húsið heima með svarta lund.
Og núna sit ég hér
á að svara þér
Sit við þetta borð
Og þú segir mér
Að sonur minn
Sé ákærður fyrir morð.
Faðir minn heitinn var harður maður
Með hjartað vel falið og ráma rödd.
Okkar heimili varð hans drykkjustaður
Við forðuðumst að verða á vegi hans stödd.
Þannig liðu árin uns ég fór að heiman
úti var veröldin svo risastór.
En ættardrauginn ég dæmdist að teyma
Drykkjan fylgdi mér hvert sem ég fór.
Ég og mín kona ólum upp þrjú börnin
Eftir bestu getu og tíminn leið.
Stundum var vöndurinn eina vörnin
Ef villtust börnin af réttri leið.
Hann hef ég elskað frá fyrstu stundu
Frá fyrstu mínútu í lífi hans.
En syndir feðranna drenginn minn fundu
Og færðu honum að gjöf ólukkukrans.
Sonur minn er ekki illur maður
Engin sál veit sinn lífs veg.
Sem lítill drengur var hann góður - glaður
Nú græt ég hans örlög - hryggileg.
Ég sat sem lamaður við þá frétt.
Ég fylltist reiði - síðan kom sorgin
Sumar fréttir hljóma aldrei rétt.
Ég var orðinn edrú þegar hann fæddist
Aldrei gleymi ég þeirri stund.
Sú tíð var liðin er ég drukkinn læddist
Um húsið heima með svarta lund.
Og núna sit ég hér
á að svara þér
Sit við þetta borð
Og þú segir mér
Að sonur minn
Sé ákærður fyrir morð.
Faðir minn heitinn var harður maður
Með hjartað vel falið og ráma rödd.
Okkar heimili varð hans drykkjustaður
Við forðuðumst að verða á vegi hans stödd.
Þannig liðu árin uns ég fór að heiman
úti var veröldin svo risastór.
En ættardrauginn ég dæmdist að teyma
Drykkjan fylgdi mér hvert sem ég fór.
Ég og mín kona ólum upp þrjú börnin
Eftir bestu getu og tíminn leið.
Stundum var vöndurinn eina vörnin
Ef villtust börnin af réttri leið.
Hann hef ég elskað frá fyrstu stundu
Frá fyrstu mínútu í lífi hans.
En syndir feðranna drenginn minn fundu
Og færðu honum að gjöf ólukkukrans.
Sonur minn er ekki illur maður
Engin sál veit sinn lífs veg.
Sem lítill drengur var hann góður - glaður
Nú græt ég hans örlög - hryggileg.
Writer(s): bubbi morthens Lyrics powered by www.musixmatch.com