Talað við gluggann Songtext
von Bubbi Morthens
Talað við gluggann Songtext
Ég hef staðið við gluggann,
Heyrt hann tala um komandi harðæri, nístandi él.
Aldrei fyrr séð hann svo hryggan stara.
Þegar þú kvaddir hvað ég skildi hann vel.
Sumarið er farið, það fraus í hylnum.
Eins og hvítt lín kom fyrsti snjórinn í nótt.
Þrestirnir dansa á ísuðum línum
En hér inni er allt stillt og rótt.
Eldurinn í arninum með seiðandi skugga,
Spyr mig: Hvar er hún í nótt
Sem var vön að halda um höfuð þitt og rugga
þér blítt þar til allt var hljótt?
Og ég get ekki,
Og ég get ekki,
Og ég get ekki,
Og ég get ekki,
Svarað því.
Ég hef staðið við gluggann,
Heyrt hann tala, spurt hef ég hann:
Sér hann þig þar sem þú ferð?
Þakinn rósum, kaldur - vill ekki svara
Hvort ást til mín í hjartanu þú berð.
Ég hef staðið við gluggann,
Séð hann stara á norðanvindinn,
út í fjúkinu leika sér.
Stundum heyri ég hlátur, í gólffjölum marra,
Hjartað tekur kipp en það er ekkert hér.
Eldurinn í arninum ...
Heyrt hann tala um komandi harðæri, nístandi él.
Aldrei fyrr séð hann svo hryggan stara.
Þegar þú kvaddir hvað ég skildi hann vel.
Sumarið er farið, það fraus í hylnum.
Eins og hvítt lín kom fyrsti snjórinn í nótt.
Þrestirnir dansa á ísuðum línum
En hér inni er allt stillt og rótt.
Eldurinn í arninum með seiðandi skugga,
Spyr mig: Hvar er hún í nótt
Sem var vön að halda um höfuð þitt og rugga
þér blítt þar til allt var hljótt?
Og ég get ekki,
Og ég get ekki,
Og ég get ekki,
Og ég get ekki,
Svarað því.
Ég hef staðið við gluggann,
Heyrt hann tala, spurt hef ég hann:
Sér hann þig þar sem þú ferð?
Þakinn rósum, kaldur - vill ekki svara
Hvort ást til mín í hjartanu þú berð.
Ég hef staðið við gluggann,
Séð hann stara á norðanvindinn,
út í fjúkinu leika sér.
Stundum heyri ég hlátur, í gólffjölum marra,
Hjartað tekur kipp en það er ekkert hér.
Eldurinn í arninum ...
Writer(s): Asbjoern Morthens Lyrics powered by www.musixmatch.com