Jón Pönkari Songtext
von Bubbi Morthens
Jón Pönkari Songtext
Svartir sauðir glatað fé
Týndur hirðir, háð og spé
Kirkjan öll úr plasti er
Kross úr áli, Kristur úr tré
Biblían á míkró-filmum tölvustýrðar hugvekjur
Boðskapurinn rúllar eins og valtari
Jón, - Jón pönkari þjónar fyrir altari
Sóknarbörnin sitja í leðurstólum
Með stillanlegu baki og dæsa við
Bryðja saltkex, smella fingrum
Í takt við innbyggt diskóið.
Jón er í steik, hvað á hann að segja hverju má hér bæta við
Liðið ropar, strýkur um kviðinn
Jón, Jón, Jón, Jón pönkari þjónar fyrir altari
Orð hans mælast óðar illa fyrir
Hann svívirðir okkur, ég segi það með
Hann rakkar niður samfélagið
Öryggi, tekjur og fasteignaveð
Við neglum hann, neglum hann fastan á krossinn
Og brosum meðan honum blæðir út
Dauðans gefum honum kossinn
Jón pönkari hangir fyrir altari
Týndur hirðir, háð og spé
Kirkjan öll úr plasti er
Kross úr áli, Kristur úr tré
Biblían á míkró-filmum tölvustýrðar hugvekjur
Boðskapurinn rúllar eins og valtari
Jón, - Jón pönkari þjónar fyrir altari
Sóknarbörnin sitja í leðurstólum
Með stillanlegu baki og dæsa við
Bryðja saltkex, smella fingrum
Í takt við innbyggt diskóið.
Jón er í steik, hvað á hann að segja hverju má hér bæta við
Liðið ropar, strýkur um kviðinn
Jón, Jón, Jón, Jón pönkari þjónar fyrir altari
Orð hans mælast óðar illa fyrir
Hann svívirðir okkur, ég segi það með
Hann rakkar niður samfélagið
Öryggi, tekjur og fasteignaveð
Við neglum hann, neglum hann fastan á krossinn
Og brosum meðan honum blæðir út
Dauðans gefum honum kossinn
Jón pönkari hangir fyrir altari
Writer(s): Gunnar ægisson, Utangarðsmenn Lyrics powered by www.musixmatch.com