Songtexte.com Drucklogo

Hrognin eru að koma Songtext
von Bubbi Morthens

Hrognin eru að koma Songtext

Hrognin eru að koma, gerið kerin klár,
hrognin eru að koma, gerið kerin klár.
Setjið dælurnar í samband, takið svo seglin frá
Hrognin eru að koma gerið kerin klár.

Vinnið nógu mikið, peninga munuð þið fá,
vinnið nógu mikið, svo verki niður í stórutá.
Það er hagur þeirra að ykkur flökri
þegar hugsun ykkar fer á stjá.
Vinnið nógu mikið og peninga munuð þið fá.


Uppá verbúð blómstrar menningin,
komið og þið munuð sjá
slagsmál, ríðingar, fyllirí,
Jack London horfa á.
Engin pólitísk slagyrði, Maó myndir veggjum á
þá færðu reisupassann vinur minn,
staðnum verður, staðnum verður frystur frá.

Stæltur er skrokkur þinn, djöfull sljór hugurinn,
ykkar er jú hagurinn, hagurinn ekki hússins.
Það vita þeir og þjarma á ykkur refsibónusinn,
það er, - það er allur munurinn.

Stæltur er skrokkur þinn, djöfull sljór hugurinn
Stæltur er skrokkur þinn, djöfull sljór hugurinn
Stæltur er skrokkur þinn, djöfull sljór hugurinn...

Songtext kommentieren

Log dich ein um einen Eintrag zu schreiben.
Schreibe den ersten Kommentar!

Fans

»Hrognin eru að koma« gefällt bisher niemandem.