Songtexte.com Drucklogo

Holan Songtext
von Bubbi Morthens

Holan Songtext

Þau spyrja ertu góður gengur lífið hjá þér vel
Grá augun minna á sandkorn sem aldrei fundu skel
Svarthol eta stjörnur og líka hjörtu og sál
Öll vitundin á leiðinni verða kastað á bál

Það er hola í hendinni
Þar sýður allt og kraumar
Það sem sefar sársaukann
Er eitur og tíndir draumar

Stundum komu tímar sem teygðu sig í vorið
En fljótlega á líflínuna var skorið
Sekúndur leiddu hann og lygin til bæna
Hann byrjaði á ættingjum síðan aðra að ræna


Það er göt á æðinni
Þar sýður allt og kraumar
Það sem sefar sársaukann
Er eitur og svartir draumar

Sonur bróðir vinur faðir veistu hvað
Fjandakornið þetta var hann og svo miklu meira en það
Minningar svo góðar himininn heiður blár
Hamingjan er oftast með þér þín fyrstu ár

Það eru göt á æðinni
Þar aurinn smýgur inn
Það eina sem sefar sársaukann
Er eitrið vinur minn

Það sem gerðist í æsku sagði ekki sálu frá
Eitthvað sem feldi hann sem feyskið strá
Eitrið sló á hungrið sársaukinn þagði um stund
Var látinn er loksins átti við dauðan fund


Það voru göt á æðinni
Þangað hurfu öll árin
Eitrið sefaði sársaukann
En aldrei greru sárinn

Songtext kommentieren

Log dich ein um einen Eintrag zu schreiben.
Schreibe den ersten Kommentar!

Quiz
Wer singt das Lied „Applause“?

Fans

»Holan« gefällt bisher niemandem.