Grænland Songtext
von Bubbi Morthens
Grænland Songtext
Þegar þú komst af veiðum
með nýskutlaðan sel
sólahringum saman í leyni,
slydda stormur og él.
Þegar hafísinn kom inná firðina
hvarf selurinn á brott
ísinn var of þykkur fyrir rostungana,
hundarnir dóu, þið liðuð skort.
Ó, þú mikli veiðimaður,
það er sárt að horfa á.
Þeir troða ykkur niður í svaðið,
rífa upp með rótum liðin ár.
Dóttursynir þínir fara aldrei á veiðar,
eða við náttúruna takast á.
Ryðgaðir sleðans meiðar,
minningar um horfin ár.
Kynsjúkdóminn greiddu dýru verði,
falsiðólíin ókeypis með.
Og upp rísa skrautleg hverfi.
Hverfið segjir: "Þið eigið að búa hér."
Er námurnar dóu,
flutti draumurinn sig úr stað.
Tómar tóftirnar hlógu,
á hnjánum trúboðinn bað.
Til Danmerkur með stóra drauma,
stórir draumar kosta mikið fé
kynþáttahatrið þar kraumar,
við viljum enga skrælingja hér.
Landi og þjóð í helgreip haldið,
í staðinn fáið þið brennivín og hass.
Danskt er yfirvaldið
sem heimtar að sleiktur sé sinn rass.
Þegar vitund þjóðar þinnar er að vakna,
horfir þjóð mín í aðra átt.
Húðlit sínum hún hampar,
sem er hvítur,
þú veist við hvað er átt.
Ég á mér draum að sá dagur komi,
að þið losnið undan oki kúgarans,
að þjóð þín frelsið lofi,
að virtur sé réttur hvers manns.
Fyrirgefðu þjóð minni kæri bróðir.
Því hún stígur sinn eigin djöfladans.
Hún vill ekki sjá eymd þína bróðir.
Því hún samþykkir verk kúgarans.
með nýskutlaðan sel
sólahringum saman í leyni,
slydda stormur og él.
Þegar hafísinn kom inná firðina
hvarf selurinn á brott
ísinn var of þykkur fyrir rostungana,
hundarnir dóu, þið liðuð skort.
Ó, þú mikli veiðimaður,
það er sárt að horfa á.
Þeir troða ykkur niður í svaðið,
rífa upp með rótum liðin ár.
Dóttursynir þínir fara aldrei á veiðar,
eða við náttúruna takast á.
Ryðgaðir sleðans meiðar,
minningar um horfin ár.
Kynsjúkdóminn greiddu dýru verði,
falsiðólíin ókeypis með.
Og upp rísa skrautleg hverfi.
Hverfið segjir: "Þið eigið að búa hér."
Er námurnar dóu,
flutti draumurinn sig úr stað.
Tómar tóftirnar hlógu,
á hnjánum trúboðinn bað.
Til Danmerkur með stóra drauma,
stórir draumar kosta mikið fé
kynþáttahatrið þar kraumar,
við viljum enga skrælingja hér.
Landi og þjóð í helgreip haldið,
í staðinn fáið þið brennivín og hass.
Danskt er yfirvaldið
sem heimtar að sleiktur sé sinn rass.
Þegar vitund þjóðar þinnar er að vakna,
horfir þjóð mín í aðra átt.
Húðlit sínum hún hampar,
sem er hvítur,
þú veist við hvað er átt.
Ég á mér draum að sá dagur komi,
að þið losnið undan oki kúgarans,
að þjóð þín frelsið lofi,
að virtur sé réttur hvers manns.
Fyrirgefðu þjóð minni kæri bróðir.
Því hún stígur sinn eigin djöfladans.
Hún vill ekki sjá eymd þína bróðir.
Því hún samþykkir verk kúgarans.
Writer(s): Bubbi Morthens Lyrics powered by www.musixmatch.com