Songtexte.com Drucklogo

Svefnljóð Songtext
von Vilhjálmur Vilhjálmsson

Svefnljóð Songtext

Loks er dagsins önn á enda, úti birtan dvín.
Byrgðu fyrir blökkum skugga björtu augun þín.
Ég skal þerra tár þíns trega, tendra falinn eld,
Svo við getum saman vinur, syrgt og glaðst í kveld.


Lífið hefur hendur kaldar, hjartaljúfur minn.
Allir bera sorg í sefa, sárin blæða inn.
Tárin falla heit í hljóði, heimur ei þau sér.
Sofna vinur, svefnljóð meðan syng ég yfir þér.

Þreyttir hvílast þöggla nóttin, þaggar dagsins kvein.
Felur brátt í faðmi sínum fagureygðan svein.
Eins og hljóður engill friðar yfir jörðu fer.
Sof þú væran vinur, ég skal vaka yfir þér.
Sof þú væran vinur, ég skal vaka yfir þér.

Songtext kommentieren

Log dich ein um einen Eintrag zu schreiben.
Schreibe den ersten Kommentar!

Beliebte Songtexte
von Vilhjálmur Vilhjálmsson

Fans

»Svefnljóð« gefällt bisher niemandem.