Songtexte.com Drucklogo

Árið 2012 Songtext
von Vilhjálmur Vilhjálmsson

Árið 2012 Songtext

Gömlu dagana gefðu mér
Þá gat ég verið einn með þér
Nú tæknin geggjuð orðin er
Gömlu dagana gefðu mér

Mig dreymdi′ að væri komið árið tvöþúsund og tólf
Þeir tunglið höfðu malbikað og steypt í hólf og gólf
Já, veröldin var skrýtin, það var allt orðið breytt
Því vélar unnu störfin og enginn gerði neitt

Og ekki hafði neitt að gera útvarpsstjóri vor
Því yfirmaður hans var lítill vasatransistor
Og þingmennirnir okkar voru ei með fulle femm
Því forsætisráðherran var gamall IBM


Gömlu dagana gefðu mér
Þá gat ég verið einn með þér
Nú tæknin geggjuð orðin er
Gömlu dagana gefðu mér

Ég álpaðist á bíó þar með ungri stúlkukind
En ekki hélt ég út að horfa á káboj-röntgenmynd
Ég dapur fór á barinn og um dobbel bað af stút
En er dóninn tók upp sprautu, þá flýtti ég mér út

Mig dreymdi' ég væri giftur þeirri sömu sem ég er
Hún sagði: "Ó, mér leiðist þetta barnaleysi hér"
Ég gerðist nokkuð bráður og vildi bæta úr því strax
"Nei, bíddu", sagði hún "góði, við notum pillur nú til dags"

Gömlu dagana gefðu mér
Þá gat ég verið einn með þér
Nú tæknin geggjuð orðin er
Gömlu dagana gefðu mér
En sá draumur, og ég er ánægður með lífið eins og það er

Songtext kommentieren

Log dich ein um einen Eintrag zu schreiben.
Schreibe den ersten Kommentar!

Beliebte Songtexte
von Vilhjálmur Vilhjálmsson

Quiz
Welcher Song ist nicht von Britney Spears?

Fans

»Árið 2012« gefällt bisher niemandem.