Songtexte.com Drucklogo

Ég vildi að þú vissir Songtext
von Valdimar

Ég vildi að þú vissir Songtext

Einsamall, ég festi fót á bremsunni
Og búinn að læsa hurðinni.
Gefðu mér frið.
Falleg orð og ráðleggingar duga skammt
En gefstu ekki upp á mér strax.
Stöldrum við.

Ég vildi að þú vissir
Skugginn á ekki að falla á þig,
Þetta er vandi sem er minn.
Ég vildi að þú vissir
Skugginn á ekki að falla á þig,
Þetta er vandi sem er minn.


Þú vildir vel og sýndir oft gott fordæmi
En ég þoldi illa gagnrýni og bremsaði
Og ég sýni ekki í verki að ég er
Þakklátur að þú sért hér og loka á þig.

Ég vildi að þú vissir
Skugginn á ekki að falla á þig,
Þetta er vandi sem er minn.
Ég vildi að þú vissir
Skugginn á ekki að falla á þig,
Þetta er vandi sem er minn.
Ég vildi að þú vissir
Skugginn á ekki að falla á þig,
Þetta er vandi sem er minn.

Ég heyri bank og sé þig hanga á húninum,
Ert búin að týna lyklinum.
Allt er í lás.

Songtext kommentieren

Log dich ein um einen Eintrag zu schreiben.
Schreibe den ersten Kommentar!

Beliebte Songtexte
von Valdimar

Quiz
Whitney Houston sang „I Will Always Love ...“?

Fans

»Ég vildi að þú vissir« gefällt bisher niemandem.