Janúar Songtext
von Svavar Knútur
Janúar Songtext
Myrkrið gleypir allt.
En undir snjó með rammri kaldri ró
Rumskar janúar,
Rymur hljótt og gyrðir sig í brók
Ýfða yglir brá,
Augu pírð í átt að kaldri sól.
"Þessi fjandi dugar skammt!
Hún liggur flöt en skal á loft!"
Ó janúar, sem enginn ann.
Hve dýrðlegt er þitt vanþakkláta starf?
Sólin rís með hægð,
En bak við tjöldin böðlast Janúar.
Eins og rótari
Eða ruslakall á mánudagsmorgni.
Ó janúar, sem enginn ann.
Hve dýrðlegt er þitt vanþakkláta starf?
Og eftir allt, sem hann gaf.
Janúar skríður aftur undir feld.
Þar til skyldan kallar enn á ný,
Eins og snæviþakinn Batman.
Ó janúar, sem enginn ann.
Hve dýrðlegt er þitt vanþakkláta starf
Ég man þig janúar. Ég sé þig janúar.
En undir snjó með rammri kaldri ró
Rumskar janúar,
Rymur hljótt og gyrðir sig í brók
Ýfða yglir brá,
Augu pírð í átt að kaldri sól.
"Þessi fjandi dugar skammt!
Hún liggur flöt en skal á loft!"
Ó janúar, sem enginn ann.
Hve dýrðlegt er þitt vanþakkláta starf?
Sólin rís með hægð,
En bak við tjöldin böðlast Janúar.
Eins og rótari
Eða ruslakall á mánudagsmorgni.
Ó janúar, sem enginn ann.
Hve dýrðlegt er þitt vanþakkláta starf?
Og eftir allt, sem hann gaf.
Janúar skríður aftur undir feld.
Þar til skyldan kallar enn á ný,
Eins og snæviþakinn Batman.
Ó janúar, sem enginn ann.
Hve dýrðlegt er þitt vanþakkláta starf
Ég man þig janúar. Ég sé þig janúar.
Writer(s): Svavar Kristinsson Lyrics powered by www.musixmatch.com