Songtexte.com Drucklogo

Haustvindar Songtext
von Svavar Knútur

Haustvindar Songtext

Sumarið kvatt, sem aldrei kom
Og haustið, svo traust, í hlaðið reið
Settlega svæfði alla von
Um sólríka daga og kvöldin heið
Um sólríka daga og kvöldin heið

Skýin nú hörfa stundarbil
Og sólin loks í hæðni skín
Fuglar í nótt fá sjónarspil
Á flugi þúsund trampólín
Þeytast hjá þúsund trampólín


Þungir vindar blása
Þvert á alla ása
Jólatré fjúka um götur hér og þar

Vonum feykt af stalli
Vanrækt grill á palli
Minnir á ótal brostnar væntingar

Kaldar lengjast nætur
Kaldir, blautir fætur
Rignir nú strítt á okkar stirða geð

Ljós í regni glansa
Lauf í vindi dansa
Ekkert í boði nema dansa með

Haustvindar, haustvindar
Takið mig með, takið mig með!

Songtext kommentieren

Log dich ein um einen Eintrag zu schreiben.
Schreibe den ersten Kommentar!

Fans

»Haustvindar« gefällt bisher niemandem.