Songtexte.com Drucklogo

Niðavellir Songtext
von Skálmöld

Niðavellir Songtext

Niðavellir, náhvítur máninn skín.
Dvergahellir, dulúð þér villir sýn.
Sindradætur, synir og börnin öll,
Vetrarnætur, verma þau klettafjöll.

Aðrir byggja hús og hallir, kastala og kofa
Komið inn í hellinn því að hér, hér er gott að sofa
Hér er gott að sofa

Galdrastafir, grafnir í stóran stein,
Dvergagrafir, dysjar og gömul bein
Heljarstyrkur, hertekur djúpan dal
Niðamyrkur, nær inn í gullinn sal


Leggist niður börnin mín, já, stór er okkar stofa
Steingólfið er tandurhreint og hér, hér er gott að sofa
Hér er gott að sofa

Trónir á mergi tinnugler,
Tindar úr bergi háir
Sindri og Hergill halla sér,
Hér sofa dvergar gráir

Heyr, mín kæra hefðarfrú,
Hér er gott að sofa
Á sig taka náðir nú,
Niðahjón og börnin þrjú

Þegar heyrist þrumugnýr,
Þór við skulum lofa
Okkur geymir hellir hlýr,
Hér er gott að sofa


Náinn syngur næturljóð,
Núna sefur dvergaþjóð.

Songtext kommentieren

Log dich ein um einen Eintrag zu schreiben.
Schreibe den ersten Kommentar!

Beliebte Songtexte
von Skálmöld

Quiz
Wer singt über den „Highway to Hell“?

Fans

»Niðavellir« gefällt bisher niemandem.