Aflát Songtext
von Vetur
Aflát Songtext
Stjörnubjarta nótt við strönd
Starir auga nætur á sálar svöðu
Hafið eggjar sára hönd
Bölsollið hjarta í brjósti slær
Drunur hafsins hverfa í þögn
Meðan hárið sveiflast í vindinum
Heit faðmlög horfin að eilífu
Hvít skel með augun tárvot
Förunautur þjáningar og eymdar
Fortíð grafin og gleymd
Í innsta kima barns sem var
Kramið hjarta og óséð bros
Fylginautur til enda dags
Naktar tær tættar
Í köldum svörtum sandi sökkva
Af mögrum fingrum drýpur blóð hefndar
Hrelling og vonleysi fjötra tilveruna
Framtíð, von og trú hrifsuð burt
"Hví var ég yfirgefin?
Hví var mitt líf helvíti?
Allar mínar bænir fuku út í vindinn.
Þær náðu ekki þínum eyrum.
Ánauð var mín tilvera.
Ég bað alla morgna og kveld.
Þú ert ekki minn guð."
Blóð mennskra bölvætta
Holdgervinga djöfla og drýsla
Hvarf í eldi hreinsunar
Bæjarrústir yfirgefnar í kolum
Yfir hrjóstrugt landslag
Oddhvasst hraun sker il
Einmana sál í hinstu för
"Komdu í faðminn minn!
Þér munið finna eilífan frið.
Þótt vökni tær, verð ég þér kær.
Í faðmi djúpsins er friður.
Ég tek í burtu allar þjáningar,
og vernda þig frá öllu illu.
Ég verð þinn bjargvættur.
Friður í faðmi djúpsins."
Naktar tær tættar
Í köldum svörtum sandi sökkva
Af mögrum fingrum drýpur blóð hefndar
Hrelling og vonleysi fjötra tilveruna
Sem klettur molnar
í gegnum tímans tönn
Gnæfir yfir grýttri fjöru
Vindur og regn eyðir upp
Fagur niður marsins tælir
Sefandi faðmur þess eilífur
Kuldinn slekkur alla þrá
Myrkrið kæfir alla sorg
Framtíð, von og trú hrifsuð burt
Starir auga nætur á sálar svöðu
Hafið eggjar sára hönd
Bölsollið hjarta í brjósti slær
Drunur hafsins hverfa í þögn
Meðan hárið sveiflast í vindinum
Heit faðmlög horfin að eilífu
Hvít skel með augun tárvot
Förunautur þjáningar og eymdar
Fortíð grafin og gleymd
Í innsta kima barns sem var
Kramið hjarta og óséð bros
Fylginautur til enda dags
Naktar tær tættar
Í köldum svörtum sandi sökkva
Af mögrum fingrum drýpur blóð hefndar
Hrelling og vonleysi fjötra tilveruna
Framtíð, von og trú hrifsuð burt
"Hví var ég yfirgefin?
Hví var mitt líf helvíti?
Allar mínar bænir fuku út í vindinn.
Þær náðu ekki þínum eyrum.
Ánauð var mín tilvera.
Ég bað alla morgna og kveld.
Þú ert ekki minn guð."
Blóð mennskra bölvætta
Holdgervinga djöfla og drýsla
Hvarf í eldi hreinsunar
Bæjarrústir yfirgefnar í kolum
Yfir hrjóstrugt landslag
Oddhvasst hraun sker il
Einmana sál í hinstu för
"Komdu í faðminn minn!
Þér munið finna eilífan frið.
Þótt vökni tær, verð ég þér kær.
Í faðmi djúpsins er friður.
Ég tek í burtu allar þjáningar,
og vernda þig frá öllu illu.
Ég verð þinn bjargvættur.
Friður í faðmi djúpsins."
Naktar tær tættar
Í köldum svörtum sandi sökkva
Af mögrum fingrum drýpur blóð hefndar
Hrelling og vonleysi fjötra tilveruna
Sem klettur molnar
í gegnum tímans tönn
Gnæfir yfir grýttri fjöru
Vindur og regn eyðir upp
Fagur niður marsins tælir
Sefandi faðmur þess eilífur
Kuldinn slekkur alla þrá
Myrkrið kæfir alla sorg
Framtíð, von og trú hrifsuð burt
Writer(s): Vetur Lyrics powered by www.musixmatch.com