Songtexte.com Drucklogo

Poppstjarnan Songtext
von Utangarðsmenn

Poppstjarnan Songtext

Í kvöld hann á að fara á stóra sviðið
hann ferðast bara á fyrsta klassa
á bak við sviðið bíður lítil stúlka
með falsaðan passa.

Hér kemur hann klæddur í silki,
tjásuklipptur með kókaín í hylki,
firrtur raunveruleikanum, týndur
stjörnukomplex, píndur.


Þeir búa til sextákn, poppstjörnur
sem klæðast glimmer á sviði og vaða reyk
hann vill ekkert skilja, hann vill ekkert sjá
hann er í stjörnuleik.

Að morgni eftir nautnanótt hann vaknar
í lofti hanga hrímgrá tóbaksský
örvandi lyf í sig hakkar
til að komast buxurnar í.

Náhvítur með bláa bauga
spegillinn er hans stóra svið
sannleikanum gefur illt auga
því poppstjarnan er blind.

Songtext kommentieren

Log dich ein um einen Eintrag zu schreiben.
Schreibe den ersten Kommentar!

Beliebte Songtexte
von Utangarðsmenn

Fans

»Poppstjarnan« gefällt bisher niemandem.