Songtexte.com Drucklogo

Gegnum holt og hæðir Songtext
von Þursaflokkurinn

Gegnum holt og hæðir Songtext

Gegnum holt og hæðir
Horfi ég og sé,
Það sem var í þátíð,
Það sem á að ske.

Ég sé í gegnum sortann,
Ég se svo vel í gegn,
Ég veit ei neitt um veginn,
Mér verður það um megn.


Ég heyri horfnar raddir,
Hvísla fornan seið,
Ég geng í gegnum veggi,
Mér gefst ekki önnur leið.

Að eiga svör við öllu,
En ekki neina spurn,
Að eiga blóma í eggi
En ekki neina skurn.

Ég heyri horfnar raddir,
Hvísla fornan seið,
Ég geng í gegnum veggi,
Mér gefst ekki önnur leið.


Og því er ekki auðvelt,
Að eiga þessi völd,
Að skynja hvað er handan
Við heimsins gluggatjöld.

Songtext kommentieren

Log dich ein um einen Eintrag zu schreiben.
Schreibe den ersten Kommentar!

Beliebte Songtexte
von Þursaflokkurinn

Fans

»Gegnum holt og hæðir« gefällt bisher niemandem.