Songtexte.com Drucklogo

Goða tungl Songtext
von Samaris

Goða tungl Songtext

Góða tungl um loft þú líður,
Ljúft við skýja silfur skaut.
Eins og viljinn alvalds býður,
Eftir þinni vissu braut.
Öllum þreyttum, ljós þitt ljáðu,
Læðstu um glugga sérhvern inn.
Lát í húmi, hjörtun þjáðu
Huggast blítt við geisla þinn.


Góða tungl um götur skírðar
Gengur þú og lýsir vel.
Þar er setti sér til dýrðar,
Sjálfur Guð, þitt bjarta hvel.
Lít til vorra lágu ranna,
Lát þitt friðarandlit sjást.
Og sem vinhýr vörður manna
Vitna þú um drottins ást.

Góða tungl í geislamóðu
Glansar þú í stjarnasæ
Og með svifi hvelfist hljóðu
Hátíðlega′ í næturblæ.
Þú oss færir, frá þeim hæsta
Föður mildan náðar koss,
Og til morguns, gullinglæsta,
Góða tungl þú leiðir oss.

Songtext kommentieren

Log dich ein um einen Eintrag zu schreiben.
Schreibe den ersten Kommentar!

Quiz
Wer ist auf der Suche nach seinem Vater?

Fans

»Goða tungl« gefällt bisher niemandem.