Songtexte.com Drucklogo

Taumlaus trans Songtext
von Páll Óskar

Taumlaus trans Songtext

Ævinlega,
Sé að þið rákust
á tryggan ráðsmann minn.
Hann er svo styggur þessi gikkur
því í staðinn fyrir ykkur
Vildi hann hitta stuðmanninn.
Hlaupið ekki í hnút
þótt ég líti svona út
Bókin er oft betri en spjöldin
Mín karlmennska dvín
Meðan dagsljósið skín
En ég er þrælgóður elskhugi á kvöldin
Ég er töff og taumlaus transi
Frá kynfráu
Transylvaníu
Leyf mér að bjóða ykkur inn
Og kannski tónlist um sinn
þið virðist bæði geðþekk og glaðlynd
Nú ef þið viljið það sjónrænt
En ekki of siðrænt


Gætum við litið á gamla Steve Reeves mynd
Það var gott að hitta á þig hér
Gætum við fengið að hringja hjá þér?
Í skyndi ef þér væri sama
Það verður örstutt
Svo förum við burt
Við viljum síst verða til ama
Svo dekkið þitt sprakk
Og þú átt engan tjakk
En greyin mín, ekki þennan flýti
Því gott miðnæturblót
Er meinanna bót
Og ég sendi ykkur vélsmið úr víti.
Ég er töff og taumlaus transi
Frá kynfráu
Transylvaníu
Þið gætuð gist hér í nótt
Og gert eitthvað ljótt
Og séð þráhyggjuverk mitt í þróun
Ég er að búa til karlmann
Bæði stóran og stæltan
Sem kynni að vera mér fróun
Ég er töff og þröngur transi
Frá kynfráu
Transylvaníu
Ég er töff og taumlaus transi
Frá kynfráu
Transylvaníu
Sjáum hvað tilraunastofan
Geymir hér fyrir ofan
Þennan tilhlökkunartitring ég þekki
Nema rigning og rok
Séu svona þungbært ok
þá afnem ég okið en einkennin ekki.

Songtext kommentieren

Log dich ein um einen Eintrag zu schreiben.
Schreibe den ersten Kommentar!

Beliebte Songtexte
von Páll Óskar

Quiz
Wer singt das Lied „Applause“?

Fans

»Taumlaus trans« gefällt bisher niemandem.