Songtexte.com Drucklogo

Stafrófsröð Songtext
von Nýdönsk

Stafrófsröð Songtext

Inn í brjóstinu býr ástin
Og þú gengur með tvö
Trúir öllu sem ég segi
Og mér treystir frá A til Ö

Sá sem raðar öllu og flokkar
Kemst á þá endastöð
Að kaflarnir í lífi okkar
Eru aldrei í stafrófsröð

Stundum finn ég ekki orðin
Sem að eiga að tjá minn hug
Þegar bregst mér svo orðaforðinn
Að ég hef mig ekki
Ég hef mig ekk′á flug


Ég er reglusamur maður
Og finn öllu sinn rétta stað
Samt er tilhugalíf mitt staður
Þar sem óreiðan ríkir, og það
Er erfitt að finna orðin
Sem að eiga að tjá minn hug
Þegar bregst mér svo orðafimin
Að ég hef mig ekki
Ég hef mig ekk'á flug

Yfir himinblámann hafinn
Þar sem þú bíður eftir því
Að ég finni sólarstafinn
Sem að skrifar í þín ský

En ég finn bara ekki orðin
Sem að eiga að tjá minn hug
Þegar bregst mér svo orðaforðinn
Að ég hef mig ekk′á flug

Stundum finn ég ekki orðin
Sem að eiga að tjá minn hug
Þegar bregst mér svo orðaforðinn
Að ég hef mig ekki
Nei, ég hef mig ekk'á flug

Songtext kommentieren

Log dich ein um einen Eintrag zu schreiben.
Schreibe den ersten Kommentar!

Fans

»Stafrófsröð« gefällt bisher niemandem.