Songtexte.com Drucklogo

Engin vorkunn Songtext
von Misþyrming

Engin vorkunn Songtext

Reiðin brennur sem bál
Og hatrið ristir sem rýtingur

Grimmdin lokar leiðum og slekkur ljós
Hégóminn hylur tómið, og tómið er honum allt

Djöfullinn er kænsti kappi á flekkóttum vígvelli
Skýtur sér undan spjótum - en verður aldrei drottnari
Með bitlausum en tignarlegum rýtingi ógnar
Og fleytir sér áfram í drullusvaðinu djúpa

Gull og steinar, og öll önnur djásn
Munu aldrei hylja fnykinn!


Svik slíta hjörtu
Og harm ber að trú
Af þessum myrka vegi sem valinn var
Verður ekki aftur snúið

Ljósið veitir ofbirtu, og augun snúa undan
Eigi er hægt að kunngjöra það sem eigi sést

Á konungsríkið mun reyna þegar storm ber að ströndum
þegar allt þurrkast upp og pytturinn eftir stendur
Hver leiðin lokast, allar koll af kolli
Hönd sem aðra leiddi
Hrifsar svo með sér
Beint ofan í svaðið

Songtext kommentieren

Log dich ein um einen Eintrag zu schreiben.
Schreibe den ersten Kommentar!

Beliebte Songtexte
von Misþyrming

Quiz
Cro nimmt es meistens ...?

Fans

»Engin vorkunn« gefällt bisher niemandem.