Songtexte.com Drucklogo

Veglig vefjan Songtext
von Hjálmar

Veglig vefjan Songtext

Veglig vefjan silfurspánga viðmótsþæg og fín
Oft mig útaf hjarta lángar
Einkum smakki ég vín
Að fá þig fjalladeplan mín
Þegar Adams innra
Eðli kennir sín

Vart skil vegu hugleiðinga
Þeir vísa mér um sinn
Þín til skorðan skáhendinga
Skemmtileg á kinn
Fá vil feginn kærleik þinn
Tel hann einan æðri
En Arons gulltarfinn


Geðsett, glóuð dyggðaskarti
Glaðvær, mett og svaung
Fótnett, fagureygð á parti
Framhá, mittislaung
Sem keiprétt krotuð fokkustaung
Munstur mannprýðinnar
Meyja vænst í þraung

Mér skín skárri sólarglíngri skærri en drifin smíð
Hönd þín, hnúar, nögl á fíngri
Húðin æskublíð
Önd mín oft á þessari tíð
Veik og dauða vafin
Vaknar í miðri klíð

Vífsins verðugleik að reikna
Vantar mál og róm
Kífsins kenni ég til feikna
Hverfur allt sem hjóm
Og lífsins lifnar í mér blóm
Þíns hjá meyjarmittis
Mjóum helgidóm

Songtext kommentieren

Log dich ein um einen Eintrag zu schreiben.
Schreibe den ersten Kommentar!

Beliebte Songtexte
von Hjálmar

Fans

»Veglig vefjan« gefällt bisher niemandem.