Vestur Songtext
von Helgi Björnsson
Vestur Songtext
Á Snæfellsnesi er nornin mín
Sem töfra þekkir heim
Og andans sanna sveim.
Hún hlusta kann á jökulinn
Og greinir hverja jurt,
Hún fer með oss á burt.
Í veröld þar sem vættirnir
Stíga villtan dans
Við föllum öll í trans.
Griðungur og bergrisi
í tjaldið kíkja inn
Og ræða örlögin
þau eru afráðin.
Austur, vestur og norður, suður
Mætast miðjum jöklinum á.
Opnast sólarplexus, verð sálkönnuður.
Fortíð, framtíð lít í skuggsjá.
Að morgni virðist veröldin
Alveg orðin ný,
á himni ekki ský.
Með eilífðina allt um kring
ég finn eininguna
Við kyrjum möntruna
Og fellum grímuna.
Austur, vestur og norður, suður
Mætast miðjum jöklinum á.
Opnast sólarplexus, verð sálkönnuður.
Fortíð, framtíð lít í skuggsjá.
Austur, vestur og norður, suður
Mætast miðjum jöklinum á.
Opnast sólarplexus, verð sálkönnuður.
Fortíð, framtíð lít í skuggsjá.
Sem töfra þekkir heim
Og andans sanna sveim.
Hún hlusta kann á jökulinn
Og greinir hverja jurt,
Hún fer með oss á burt.
Í veröld þar sem vættirnir
Stíga villtan dans
Við föllum öll í trans.
Griðungur og bergrisi
í tjaldið kíkja inn
Og ræða örlögin
þau eru afráðin.
Austur, vestur og norður, suður
Mætast miðjum jöklinum á.
Opnast sólarplexus, verð sálkönnuður.
Fortíð, framtíð lít í skuggsjá.
Að morgni virðist veröldin
Alveg orðin ný,
á himni ekki ský.
Með eilífðina allt um kring
ég finn eininguna
Við kyrjum möntruna
Og fellum grímuna.
Austur, vestur og norður, suður
Mætast miðjum jöklinum á.
Opnast sólarplexus, verð sálkönnuður.
Fortíð, framtíð lít í skuggsjá.
Austur, vestur og norður, suður
Mætast miðjum jöklinum á.
Opnast sólarplexus, verð sálkönnuður.
Fortíð, framtíð lít í skuggsjá.
Writer(s): Atli Bollason, Gudmundur Oskar Gudmundsson, Gudmundur Oskar Gudmundsson, Helgi Bjoernsson Lyrics powered by www.musixmatch.com