Songtexte.com Drucklogo

Villimey Songtext
von Dimma

Villimey Songtext

Hún hefur andlit engils,
augun eru blá
Æskan var erfið en hún bar þó von og þrá
Ég vildi ei viðurkenna en átti ekkert val
Í kyrrþey kom hún,
köldu
hjarta mínu stal

Enn mun hún ásækja mig allt þar til ég dey
og hvísla að mér "Gleym mér ei"
Villimey


Í spilin spáir,
spinnur minn örlagavef
Hún hvíslar til mín hvar og hvenær sem ég sef
Daðrar svo eins og drýsill,
djörf með snákavín
Ásjóna engils hefur áður reynst tálsýn

Enn mun hún ásækja mig allt þar til ég dey
og hvísla að mér "Gleym mér ei"
Villimey

Enn brenna eldar þó svo úti gráti regn
Mín heilladís mér veitir huggun harmi gegn
Húðflúrið hennar fast í huga mínum er
Á síðu sinni myrku söngkver mín hún ber

Enn mun hún ásækja mig allt þar til ég dey
og hvísla að mér "Gleym mér ei"
Villimey

Songtext kommentieren

Log dich ein um einen Eintrag zu schreiben.
Schreibe den ersten Kommentar!

Beliebte Songtexte
von Dimma

Quiz
„Grenade“ ist von welchem Künstler?

Fans

»Villimey« gefällt bisher niemandem.