Songtexte.com Drucklogo

Kalt á toppnum Songtext
von Baggalútur

Kalt á toppnum Songtext

Hey, það er að detta í jól.
Þá dríf ég mig ofan af Norðurpól
Með ógurlegt ekkisens pakkafjall,
Uppgefinn jólakall.
Ég geng bæði yfir sjó og land
Og yfir hrollkaldan eyðisand.
Nóttin er þannig séð ágæt ein
Fyrir einmana jólasvein.
Hey — allt þetta jóladrasl.
Hey — allt þetta hark og basl.
Er þetta yfirleitt þess virði?
Það er kalt á toppnum.
Kalt, kalt, kalt á toppnum.
Ég geri þetta í síðasta sinn.
Hey, það er að detta í jól.
Þá dreg ég fram svolítið alkóhól
Og reyni að fela mig fyrir þeim
— Mér finnst þau ósköp leim.
En það var ekki alltaf svo.
Hér áður fyrr hlakkaði ég til á við tvo.


Ég sver að back in the ′70s
Var ég sveittur jólagrís.
Hey — lifirðu á fornri frægð?
Hey — finnst þér þú vera í lægð?
Er þetta ásættanleg byrði?
Það er kalt á toppnum.
Kalt, kalt, kalt á toppnum.
Ég geri þetta í síðasta sinn.
Það er kalt á toppnum.
Kalt, kalt, kalt á toppnum.
Þetta er í alsíðasta sinn.
Hey, það er að detta í jól.
Þá dreg ég upp stóreflis eyrnaskjól.
Svo ég heyri ekki horngrýtis bjöllurnar
Sem hringja inn jólin alls staðar.
Það er kalt á toppnum.
Kalt, kalt, kalt á toppnum.
Ég geri þetta í síðasta sinn.
Það er kalt á toppnum.
Ka-ka-ka-ka-kalt á toppnum.
Ég geri þetta fyrir peninginn.

Songtext kommentieren

Log dich ein um einen Eintrag zu schreiben.
Schreibe den ersten Kommentar!

Beliebte Songtexte
von Baggalútur

Quiz
In welcher Jury sitzt Dieter Bohlen?

Fans

»Kalt á toppnum« gefällt bisher niemandem.